Skilmálar


Almennir viðskiptaskilmálar

  • Almennt

DB training er í eigu Díönu Bergsdóttur þjálfara.

Við skráningu í áskrift og á námskeið á vegum DB training er gerð krafa um að viðskiptamaður (iðkandi) samþykki skilmála sem koma hér fram. Það er á ábyrgð viðskiptamanns (iðkanda) að kynna sér vel skilmálana. 

Ábyrgð viðskiptamanns (iðkanda)

Með því að eiga viðskipti við DB training lýsi ég því yfir að mér er óhætt að stunda hefðbundna líkamsrækt og ég veit ekki af neinum heilsufarskvillum sem gera það hættulegt fyrir mig að stunda líkamsrækt. Ég veit og skil að það að stunda hverskonar líkamsrækt getur falið í sér hættu á meiðslum og slysum og það á einnig við um þjónustu DB training.

 

Ég iðka líkamsrækt á eigin ábyrgð og mun ekki halda því fram að DB training eða þjálfarar beri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að leiða af líkamsrækt minni.

Efni á heimasíðu og önnur þjálfun á vegum DB training. 

Æfingar skulu ekki sýndar á opinberum stöðum og ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Óheimilt er að deila vörum eða áskrift með öðrum sem hefur ekki greitt fyrir aðgang að tiltekinni vöru eða þjónustu. Þú kaupir aðgang fyrir þig eina/einan.

Kaupandi gerir sér grein fyrir að hann eignast ekki æfingarnar heldur hefur aðeins aðgang að þeim á meðan hann er skráður og hefur greitt fyrir aðgang. 

Viðkvæmir, ungir og aldnir

Æfingarnar eru ekki aðsniðnar fyrir fólk sem þjáist af ákveðnum meiðslum, sjúkdómum eða öðrum verkjum.


Trúnaður

Ítrasta öryggis og fyllsta trúnaði er heitið við meðferð persónuupplýsinga kúnna. 

Binditími

Fyrsta skráning í áskrift er ávallt bindandi. Eftir það er hægt að segja upp áskrift hvenær sem er.

Endurgreiðlsuréttur

Kaupandi hefur ekki rétt á endurgreiðslu eftir að búið er að greiða áskriftargjald eða stakt námskeiðsgjald, enda er alltaf greitt fyrirfram fyrir verðmæti sem kaupandi fær. Endurgreiðsluréttur stofnast ekki ef þáttakandi hefur ekki nýtt sér vöruna eða þjónustuna sem keypt var.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Athlétique ehf. á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Breytingar 

DB training áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum sínum. Breytingarnar taka gildi þegar uppfærðir skilmálar hafa verið birtir hér á heimasíðunni.

​​

Ítarlegir skilmálar vegna áskriftarþjónustu

 

  • Verð og tímabil 

Vinsamlegast athugið að verð geta breyst án fyrirvara. Ef áskriftargjald (mánaðarlegar áskriftir) hækkar mun DB training senda tilkynningu þar um og taka verðbreytingar þá gildi frá og með næstu mánaðarmótum. 

Greiðsluskylda kaupanda (iðkanda) í áskrift

Tekið er af korti kaupanda sjálfkrafa ef um áskrift er að ræða. Kaupandi þarf að segja sjálfur upp áskrift ef hann vill ekki lengur hafa aðgang að þjónustunni.

Rukkun fyrir áskrift verður send þar til kaupandi segir henni upp.

 

Ógreiddar kröfur sem falla á eindaga fara í innheimtuferli.

Binditími áskriftar 

Það er ábyrgð viðskiptamanns að segja upp áskrift. 

Segja þarf upp áskrift áður en krafa er fallin á eindaga.

Ef krafa hefur fallið á eindaga er of seint að segja upp fyrir þann mánuð og tekur uppsögn þá gildi að mánuði liðnum. 

Ógreiddir reikningar sem eru fallnir á eindaga fara í innheimtu.

Ítarlegir skilmálar sérstakra tíma eða POP-UP tíma

Skráning er bindandi og fæst tíminn ekki endurgreiddur.

Komi til þess að þú missir af tímanum getum við boðið þér frían tíma í heimaþjálfun.