
DB training
Pallatímar og styrktarþjálfun
Hæ, ég heiti Díana Bergs og er lærður hóptímakennari. Ég býð upp á lifandi og hvetjandi pallatíma og styrktarþjálfun á netinu – þannig að þú getur tekið þátt hvar og hvenær sem þér hentar!
Þetta eru tímar fyrir alla – bæði byrjendur og lengra komna – þar sem við sameinum gleði, kraft og fjölbreytileika í frábæru prógrammi sem styrkir líkamann og léttir lundina.
Viðburðir
Ég hef tekið að mér fjölbreytta viðburði í gegnum árin og alltaf finnst mér jafn gefandi að hreyfa mig með hópum sem koma saman til að upplifa eitthvað jákvætt, orkumikið og uppbyggilegt. Tímarnir eru aðlagaðir að þörfum hópsins – hvort sem áherslan er á púls, styrk eða einfaldlega gleði í hreyfingu.
Hafðu samband ef þú hefur áhuga á viðburði og ég athuga hvort ég sé laus - [email protected]

Hreyfivika ÍA
Ég hef tvisvar tekið þátt í Hreyfiviku hjá ÍA á Akranesi þar sem um 50 manns komu og tóku þátt í geggjuðum pallatíma.

Bleikur Risatími
Hef verið með tvo Bleika Risatíma í Október til styrktar Bleiku slaufunnar.
Opinn tími á Hinsegin dögum Vesturlands
Opinn og litríkut tími í boði mín á Hinsegin dögum Vesturlands 🌈